8.11.2008 | 09:00
Lélegur uppalandi
Var að velta fyrir mér í vikuni hvar mér hafði mistekist. þannig var að ég var að spila stórkostlegt lag með DEFTONES fyrir Jónu (fireal af plötuni adenaline) og hún sagði "þetta er ömurleg tónlist" .
Ég auðvitað brotnaði saman og fór strax að kenna mér um var það eitthvað sem ég sagði eða gerði eða gerði ekki. spurningarnar hrönnuðust upp í huga mér er ég lá í fósturstellingu á gólfinu og skalf eins og hrísla.
En svo kom rödd i höfuðið á mér sem sagði " það kemur nýr dagur á morgun og meðan þú lifir er alltaf von"
þannig að ég stóð upp og gekk glaður og bjartsýnn á vit nýrra áskorunnar.
TANNI MAXIMUMBLOGGUS
Athugasemdir
Sæll eigum við að ræða það eitthvað??????? ég bít ekki í ryðgaðann öngul
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:09
SigrúnSveitó, 9.11.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.